148. löggjafarþing — 17. fundur,  25. jan. 2018.

dánaraðstoð.

91. mál
[15:08]
Horfa

Una Hildardóttir (Vg) (andsvar):

Ég þakka hv. þingmanni svarið. Það er nær óumdeilanlegt meðal siðfræðinga þegar kemur að sjálfsvígum og aðstoð við sjálfsvíg, þegar kemur að andlega veikum einstaklingum að það er varasamasti hlutinn. Það er líka ofboðslega erfitt þegar talað er um samþykki hvort um er að ræða sjúkdómseinkenni eða raunverulegt samþykki sjúklingsins.

Núna er talað um hollensku leiðina, en þar eru eiginlega einu tilvikin þar sem líknardráp hefur farið fram þar sem í hlut eiga einstaklingar með andleg veikindi. Það er ofboðslega erfitt að segja til um hvort sjúkdómurinn mundi draga einstaklinginn til dauða eða ekki. Þetta er ofboðslega erfitt svið.

Ég mæli með því að í framhaldinu þegar málið fer lengra, að þingheimur óski eftir upplýsingum frá þeim sem vinna með andlega veiku fólki, að það sé tekið til greina og að við förum rólega í þessi mál.