152. löggjafarþing — 19. fundur,  28. des. 2021.

fjárlög 2022.

1. mál
[16:18]
Horfa

Jón Steindór Valdimarsson (V) (um atkvæðagreiðslu):

Forseti. Við erum nú á klára afgreiðslu fjárlaga og um það hefur margt verið sagt og ég ætla svo sem ekki að endurtaka það. En meðal þeirra tillagna sem hér eru og við greiðum atkvæði um núna er breytingartillaga frá fjárlaganefnd sem varðar m.a. fjármögnun átaksins Allir vinna upp á 7,2 milljarða kr. Þegar bandormurinn var samþykktur greiddi þingflokkur Viðreisnar atkvæði gegn þeirri tillögu. Við munum vera við sama heygarðshornið hér og greiða atkvæði gegn fjármögnun þessa verkefnis þar sem við teljum að það sé algerlega órökstutt hvaða hagsbætur það hefur. Þvert á móti eru miklar vísbendingar um að það sé óráð að halda þessu verkefni áfram um þessar mundir.