151. löggjafarþing — 22. fundur,  18. nóv. 2020.

tafir á aðgerðum og biðlistar.

117. mál
[17:07]
Horfa

Guðjón S. Brjánsson (Sf):

Virðulegur forseti. Ég þakka þessa ágætu umræðu. Þetta er kunnugleg umræða og við fjöllum gjarnan um málefni þeirra sem þurfa á liðskiptaaðgerðum að halda og hvar eigi að framkvæma þær. Mín skoðun er sú að þar séu nokkrir valkostir uppi, en við eigum að skoða vel hagkvæmni þess fjárhagslega og auðvitað faglega, ekki síst fjárhagslegu þættina, og þar er kostnaðargreining, kostnaðarmat og verðlagning á þessari þjónustu lykilatriði. En þar skortir töluvert upp á.

Mig langar að beina spurningum til hæstv. ráðherra. Fyrirhugað er að framkvæma fleiri aðgerðir á Akranesi. Að þeirri aðstöðu fenginni, hversu margar aðgerðir telur ráðherra að sú stofnun, og opinbera heilbrigðiskerfið samanlagt, geti annað á ári hverju hvað varðar liðskipti?

Og annað (Forseti hringir.) í lokin, virðulegur forseti: Telur ráðherra, í ljósi þarfagreininga, (Forseti hringir.) að opinbera heilbrigðiskerfið muni hafa burði til að (Forseti hringir.) svara árlegri þörf á aðgerðum af þessu tagi í náinni framtíð, (Forseti hringir.) með þeirri eflingu sem fyrirhuguð er?