142. löggjafarþing — 22. fundur,  4. júlí 2013.

um fundarstjórn.

[11:50]
Horfa

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (Sf):

Herra forseti. Eftir fund hv. stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í morgun gerði ég það að umtalsefni utan fundar að nú lægi fyrir tímasett dagskrá um lokadag þessa sumarþings. Hv. þm. Kristján L. Möller, 1. varaforseti, vann þarna þrekvirki en hér er líka minni hluti í þinginu sem vill ganga til samninga af því að við viljum bæta stjórnmálahefð á Íslandi. Við viljum ekki draga enn frekar úr virðingu þingsins.

Það kemur ekki á óvart af hverju það var erfitt að ná samningum á síðasta kjörtímabili. Kann það að vera af því að við var að eiga fólk sem skilur ekki út á hvað samningaviðræður ganga? Þessi tillaga sem kemur nú frá hv. atvinnuveganefnd sýnir að menn í meiri hlutanum treysta sér ekki til að standa við gert samkomulag.

Ég legg til að hæstv. forseti fundi með þingflokksformönnum í hádegishléi.