153. löggjafarþing — 24. fundur,  27. okt. 2022.

fjármögnun málaflokks fatlaðs fólks.

[10:55]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P):

Forseti. Það eru ekki komin enn ný fjárlög fyrir 2023 og það er spurning um fjáraukann fyrir 2022 því ég býst ekki við því að hæstv. ráðherra sé að setja dæmið upp á þann hátt að sveitarfélögin séu einhvern veginn að snúa út úr varðandi þennan kostnað. Hann er mjög vel mældur og mjög vel gerð grein fyrir honum. Hann er mjög fyrirsjáanlegur miðað við að þegar viðkomandi einstaklingur kemur og leitar síns réttar eftir þeirri þjónustu sem lögin kveða á um þá er það tiltölulega skýrt hvað sú þjónusta muni kosta þannig að það er mjög rekjanlegt og er mjög gagnsætt í rauninni hver sá kostnaður er. Þannig að ég velti því fyrir mér aftur: Erum við að búast við að sjá að þessir 5–6 milljarðar, sem ég skil ekki að séu 5–6 miðað við að kostnaðurinn sé alla vega 12–13, eigi við fjáraukann líka?