151. löggjafarþing — 25. fundur,  25. nóv. 2020.

liðskiptaaðgerðir.

328. mál
[15:41]
Horfa

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (V):

Virðulegi forseti. Ég styð að sjálfsögðu þessa skýrslubeiðni en ég vil jafnframt minna flutningsmenn á að ágætistæki til að ná fram breytingum er í gegnum ríkisstjórn. Þessir sömu þingmenn styðja allir ríkisstjórnina. Þeir hafa hins vegar ekki einu sinni á þessum þremur árum stutt eina einustu tillögu sem hefur komið frá okkur í Viðreisn til að leysa biðlistavandann í samvinnu hins opinbera og sjálfstætt starfandi heilbrigðisstarfsmanna, heldur hafa þeir fellt allar tillögur í þá veru. En ég mun að sjálfsögðu styðja tillöguna og þessa skýrslubeiðni og sjá til þess að henni verði ekki stungið undir stól eins og sumum flokkum sem sitja í ríkisstjórn er tamt.