152. löggjafarþing — 3. fundur,  2. des. 2021.

um fundarstjórn.

[11:09]
Horfa

Guðmundur Ingi Kristinsson (Flf):

Virðulegur forseti. Þetta er eiginlega allsherjarklúður hjá okkur. Ég verð bara að segja að menn hafa verið að verja sig með hefð en við hefðum átt að vera búin að læra úr Norðvesturkjördæmi að við verðum að fara eftir lögum og reglum. Við verðum líka að gera okkur grein fyrir því að þegar formaður nefndarinnar sendir svona út þá veit enginn af því nema hann eða kannski bara stjórnin, en ekki stjórnarandstaðan. Það hlýtur að vera lágmarkskrafa að allir sem eru í nefndinni viti hvað er í gangi.

Ef við ætlum að fara að lögum og reglum myndi ég gera að tillögu minni núna að þessi umsagnarbeiðni verði dregin til baka. Lærum af reynslunni. Drögum þetta til baka. Klárum umræðuna. Köllum saman nefndina og sendum svo út umsagnarbeiðni, eins og við eigum að gera. (Gripið fram í: Heyr, heyr.)