152. löggjafarþing — 3. fundur,  2. des. 2021.

fjárlög 2022.

1. mál
[12:55]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P) (andsvar):

Forseti. Það er einmitt þessi vítahringur verðbólgunnar og verðtryggingarinnar sem er undir niðri í þessu öllu. Eins og fjallað er um þetta í fjárlagafrumvarpinu, með leyfi forseta:

„Verðbólguþrýstingurinn hefur ekki síst brotist fram í mikilli hækkun húsnæðisverðs.“

Og svo aðeins seinna:

„Húsnæðisverð hefur hækkað hratt umfram ráðstöfunartekjur og skuldir heimila vaxið.“

Og svo er bara búin umfjöllunin um þetta atriði í fjárlögunum. Það er rosalega lítið fjallað um þennan risastóra lið þar sem — sérstaklega eftir aðgerðir ríkisstjórnarinnar í Covid-viðbrögðunum, að hella peningum í eftirspurnina en ekki að tryggja að það sé í rauninni framboð á húsnæði á sama tíma. Ég meina, við tryggjum framboð á póstþjónustu, á orku. Það er sérstök orkuáætlun gerð til að vera viss um að við séum með orku hérna til framtíðaruppbyggingar. Af hverju ekki húsnæði?