138. löggjafarþing — 30. fundur,  24. nóv. 2009.

orð forsætisráðherra um Suðvesturlínu.

[13:51]
Horfa

fjármálaráðherra (Steingrímur J. Sigfússon) (Vg):

Frú forseti. Þó að samstarfið sé gott í þessari ríkisstjórn, (REÁ: Klárlega.) mikið og gott, ekki síst milli mín og forsætisráðherra, er það ekki svo náið að við semjum ræðurnar hvort fyrir annað á flokksfundum. (Gripið fram í.) Það er ekki svo náið. En samstarfið er gott (Gripið fram í.) og ríkisstjórnin stendur traustum fótum, ég get glatt hv. þingmann alveg sérstaklega með því. (Gripið fram í.)

Ég var aðeins að vekja athygli á hinu augljósa, að farið verður að lögum og reglum og ástunduð fagleg og vönduð stjórnsýsla í þessum málum eins og öðrum og ef menn lesa eitthvað annað í texta á prenti eða ræðu manna er það á misskilningi byggt. (Gripið fram í.) Það hefur aldrei annað staðið til en að farið yrði að lögum um mat á umhverfisáhrifum og stjórnsýsluáhrifum. (Gripið fram í.) Eða eru hv. þingmenn að biðja um eitthvað? (REÁ: Aldrei.) Nei. (REÁ: Til dæmis að fara ekki fram úr lögbundnum fresti.)