133. löggjafarþing — 33. fundur,  22. nóv. 2006.

kjör framkvæmdastjóra norrænu ráðherranefndarinnar.

305. mál
[13:17]
Hlusta

Sigurjón Þórðarson (Fl):

Frú forseti. Hv. þm. Dagný Jónsdóttir sagði að enginn deildi um reynslu eða hæfi Halldórs Ásgrímssonar en ég ætla að leyfa mér að efast um gæði reynslu manns sem hefur gert afdrifaríkustu mistök í utanríkissögu íslensku þjóðarinnar með því að setja landið, nánast vopnlaust land, á lista yfir vopnfúsar og stríðsfúsar þjóðir sem studdu innrásina í Írak með þeim hörmulegu afleiðingum sem sú innrás hefur haft. Ég held að flestir landsmenn taki undir með mér að þetta hafi verið mjög afdrifarík mistök þannig að reynsla þjóðarinnar af störfum hans hefur ekki alltaf verið góð.

Fleira mætti telja sem ég læt ógert í þetta skiptið.