143. löggjafarþing — 33. fundur,  10. des. 2013.

fjáraukalög 2013.

199. mál
[18:17]
Horfa

Svandís Svavarsdóttir (Vg) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég skal fara í mjög friðsamlegt andsvar við hv. þingmann. Hv. þingmaður fór ágætlega yfir það hvað þinginu er raunverulega ætlað að gera með fjáraukalögum, hvað væri þarna í umbúnaðinum. Hún lýsir áhyggjum sínum af því hvernig vinnulagið hefur verið að þróast, að þetta sé í raun miklu meira en ramminn segir til um ef hann er skoðaður mjög þröngt. Mig langar því að spyrja hv. þingmann varðandi þann máta sem kemur fram í breytingartillögum frá menntamálaráðuneytinu, sem snýst um að taka vannýtta liði á yfirstandandi ári, búa til einn lið úr þeim upp á 300 milljónir og í raun dulbúa fjárlagatillögu sem fjáraukalagabeiðni. Það er það sem þetta er, af því að við erum að tala um kostnað sem fellur væntanlega utan um stefnumótun á næsta ári. (Forseti hringir.) — Hvernig telur þingmaðurinn að ætti að búa um svona áform stjórnvalda?