151. löggjafarþing — 33. fundur,  8. des. 2020.

Hálendisþjóðgarður.

369. mál
[21:28]
Horfa

Bergþór Ólason (M) (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka hv. þm. Birni Leví Gunnarssyni ræðu hans. Það var bara eitt atriði sem ég ætla að spyrja um. Niðurlag ræðunnar hjá hv. þingmanni þótti mér svo sérstakt að ég ætla aðeins að fara í það. Það snýr að því, eins og hv. þingmaður setti dæmið upp, að við værum að tapa 300 milljörðum á ári með því að selja orkuna ekki út um sæstreng. Er ég að skilja fulltrúa Pírata í fjárlaganefnd þannig að hann meti í engu þann virðisauka sem af þeirri starfsemi hlýst hér innan lands?