143. löggjafarþing — 35. fundur,  12. des. 2013.

ýmsar forsendur fjárlagafrumvarps 2014.

3. mál
[23:30]
Horfa

Helgi Hjörvar (Sf) (um fundarstjórn):

Virðulegur forseti. Nú er þetta kvöld að verða búið og því var lofað af forsetastóli að upplýsa um það á bilinu hálfníu til níu hve lengi til stæði að halda fundi þessum áfram. Eftir það, þegar það kom ekki fram, var frá því greint að upplýst yrði um það síðar á kvöldinu og ég held að það verði að segja að nú sé orðið „síðar á kvöldinu“ og fari ekkert á milli mála þegar klukkan er orðin þetta margt að það sé í raun og veru orðið tímabært að láta þessari umræðu lokið að sinni. Það er sjálfsagt að taka hana aftur upp að morgni og halda henni áfram efnislega en þá hljótum við líka að kalla eftir því að stjórnarliðar séu við umræðuna. Ég auglýsi sérstaklega eftir að minnsta kosti einum ræðumanni úr Framsóknarflokknum (Forseti hringir.) sem taki þátt í umræðunum og geri grein fyrir sjónarmiðum flokksins. Þau vantar algjörlega við þessa umræðu.