Bráðabirgðaútgáfa.

152. löggjafarþing — 35. fundur,  8. feb. 2022.

styrkir til rekstraraðila veitingastaða sem hafa sætt takmörkunum á opnunartíma.

232. mál
[14:20]
Horfa

Guðmundur Ingi Kristinsson (Flf):

Virðulegur forseti. Við erum að greiða styrki til fyrirtækja og að meðaltali hafa fyrirtækin það ótrúlega gott. Það hefur fjármálaráðherra sagt aftur og aftur. Og almenningur hefur það að meðaltali alveg ótrúlega gott. Það segir fjármálaráðherra líka. En hvað gera menn núna? Jú, þó að bankarnir græði á tá og fingri, þó að fyrirtækin græði á tá og fingri þá eru fyrirtæki sem græða ekki, eru að tapa. Fyrirtæki sem eru í ferðageiranum, listum, tónlist, þau þurfa á styrkjum að halda. En það þarf líka unga fólkið sem hefur tekið óverðtryggð lán með breytilegum vöxtum. Eins og útlit er fyrir með morgundaginn munu þau lána hækka um hvað, 250–300.000 krónur yfir árið? Það er ekki nema helmingurinn af þessum styrkjum sem verið er að greiða hér. Ef við tökum það í heildina þá er það bara 10% vegna þess að reiknað er með að þetta sé til fimm mánaða. 2,5–3 milljónir eru styrkirnir. Er þá ekki fólkið næst?