154. löggjafarþing — 35. fundur,  22. nóv. 2023.

húsnæðisstefna fyrir árin 2024--2038 ásamt fimm ára aðgerðaáætlun fyrir árin 2024--2028.

509. mál
[16:07]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P) (andsvar):

Forseti. Við vitum alveg að íbúaspár. breytast á milli ára og ýmislegt svoleiðis. Það afsakar hins vegar ekki að við höfum ekki náð þeim markmiðum sem hafa verið sett til að uppfylla óuppfyllta íbúðaþörf. Það sem hefur gerst er að þessi óuppfyllta íbúðaþörf hefur aukist vegna meiri fólksfjölgunar en búist var við, en samt náðum við ekki þeim markmiðum sem áður voru sett. Ég er bara að reyna að skilja tölurnar sem er verið að setja fram hérna og þá þróun sem er gerð grein fyrir í greinargerðinni, skilja hvernig á að ná alla vega þessum 35.000 íbúðum, sem er sagt að muni dekka þessa óuppfylltu íbúðaþörf, en við erum samt ekki að ná því. Ég velti fyrir mér hvernig það að setja einhverja stefnu hérna á þingi hjálpar til við að byggja íbúðir, í alvöru.