151. löggjafarþing — 36. fundur,  11. des. 2020.

fjárlög 2021.

1. mál
[15:50]
Horfa

Steinunn Þóra Árnadóttir (Vg):

Herra forseti. Hér greiðum við atkvæði um tillögur í nokkrum liðum sem snúast allar um að styðja við börn og er á milli 1. og 2. umr. fjárlagafrumvarps verið að auka í þann stuðning. Þetta er stuðningur við börn af erlendum uppruna. Þetta er stuðningur við fötluð börn. Þetta er stuðningur við alls konar börn og ég greiði þessu atkvæði mitt með mikilli gleði og tel þetta mjög mikilvægt innlegg í þessu fjárlagafrumvarpi.