149. löggjafarþing — 37. fundur,  23. nóv. 2018.

veiðigjald.

144. mál
[12:11]
Horfa

Frsm. 2. minni hluta atvinnuvn. (Albertína Friðbjörg Elíasdóttir) (Sf) (andsvar):

Herra forseti. (Gripið fram í.) Ég vil þakka hv. þm. Kolbeini Óttarssyni Proppé fyrir spurninguna. Hann sló mig svo út af laginu áðan með þessu frammíkalli, að það datt eiginlega úr mér hver spurningin var. En í stuttu máli …(KÓP: Á móti afkomutengingu.) Nei, en við viljum fara aðrar leiðir en verið er að leggja til hér. Stóri vandinn í þessu er náttúrlega að pólitíkin er alltaf með puttana í þessu. Ef það væru aukin t.d. uppboð eða tillit tekið til markaðsverðs, það væri aukið gagnsæi í milliverðlagningunni, þá þyrfti pólitíkin e.t.v. ekki að fjalla jafn mikið um þetta og við gerum. Við erum breysk eins og aðrir og ég held að það væri eðlilegra að markaðurinn tæki á þessu.