Bráðabirgðaútgáfa.

152. löggjafarþing — 37. fundur,  10. feb. 2022.

áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða.

332. mál
[14:08]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P) (andsvar):

Forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir ræðuna sem fjallaði einmitt um heildarsýn og hvatningu til þess að klára málið að einhverju leyti. En ég klóra mér dálítið í hausnum yfir einu atriði, það er spurningin: Til hvers? Ef það er ekki augljóst til hvers þarf að flokka ákveðin svæði sem virkjunarkost, af hverju eigum við þá að vera að því? Þar vantar stefnu stjórnvalda. Hvert er markmið orkunýtingar til framtíðar? Ég hef persónulega engan áhuga á því að setja einhverjar 10.000 gígavattstundir í virkjunarkosti ef stjórnvöld taka síðan eftir á ákvörðun um að skella þessu öllu í stóriðju.