Bráðabirgðaútgáfa.

152. löggjafarþing — 37. fundur,  10. feb. 2022.

áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða.

332. mál
[17:38]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P) (andsvar):

Herra forseti. Þetta er rosalega áhugavert sjónarhorn, þetta með framboð og eftirspurn; það er alger grunnhugmyndafræði í því hvernig við nálgumst hið efnahagslega samfélag. Hugmyndafræðin sem nálgast það út frá skorthugsuninni er hugmyndafræði sem býr til verðmæti út frá skortstöðu, kannski ekki í tæknilega hugtakinu, en ef það er skortur þá er eftirspurnin meiri og samkeppnin meiri um þessa takmörkuðu auðlind en ef markmiðið er að veita orkuöryggi, eins og þriðji orkupakkinn segir til um, til heimila og lítilla fyrirtækja. Afgangurinn verður síðan bara að sjá um sig, stóriðjan og þess háttar. Hún getur keppt á samkeppnismarkaði og leikið sér með það sem þar er í boði, en að það sé ekki skortstaða gagnvart heimilunum. Ég held að það sé hugmyndafræði sem við verðum að opinbera með því að tala um hana og passa að hún nái ekki fram að ganga, þ.e. skortstaða gagnvart heimilum. Það er að því er mér skilst, með þriðja orkupakkanum, skylda stjórnvalda að koma í veg fyrir það. En hv. þingmaður nefnir að í lagaumhverfinu virðist skorta eftirfylgnina með því og útskýringarnar á því hvernig stjórnvöld tryggja það.