Bráðabirgðaútgáfa.

152. löggjafarþing — 37. fundur,  10. feb. 2022.

áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða.

332. mál
[14:27]
Horfa

Halla Signý Kristjánsdóttir (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég held bara að hæstv. umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra beri það mikið traust til Alþingis að hann treysti okkur fyrir þessu og við getum mótað þetta, sérstaklega eins og stjórnarmeirihlutinn sem kemur inn í nefndina með sínar áherslur, að við getum unnið með þetta þar og að okkar áherslum. Ég held að formaður Framsóknar hafi talað skýrt í þessu máli, sem við gerum, þannig að ég held að það sé alveg hægt að vinna með þetta plagg þó að þetta komi svona fyrir þingið. Annað eins hefur nú gerst. Ég vona það bara, það er okkar einlæga ósk, að við vinnum með þetta eins og það hráefni sem kemur til þingsins með þessu.