140. löggjafarþing — 39. fundur,  17. des. 2011.

Stjórnarráð Íslands.

381. mál
[11:32]
Horfa

Margrét Tryggvadóttir (Hr) (um atkvæðagreiðslu):

Forseti. Ástæðan fyrir því að fresta þarf gildistöku þessa ákvæðis er að það varð eiginlega handvömm í þinginu þegar upplýsingalögin fóru ekki í gegn í september sl. með lögum um Stjórnarráð Íslands. Frumvarpi til upplýsingalaga var lofað inn í þingið strax í október en það birtist ekki fyrr en í lok nóvember og hefur enn ekki verið rætt.

Ég fellst á það sjónarmið að fresta þurfi þessari gildistöku en hefði viljað hafa tímann styttri.