Bráðabirgðaútgáfa.

152. löggjafarþing — 39. fundur,  22. feb. 2022.

fjármálastefna 2022--2026.

2. mál
[17:28]
Horfa

Frsm. 3. minni hluta fjárln. (Björn Leví Gunnarsson) (P) (andsvar):

Forseti. Ég ætla að halda áfram með þessa fyrirspurn því að útskýring hv. framsögumanns gengur ekki upp. Í greinargerð þingsályktunartillögunnar segir að raunvöxtur útgjalda verði á tímabilinu innan við 1% á ári hjá ríkissjóði. Það eru útgjöldin óháð því hverjar tekjurnar eru, miðað við hvernig efnahagskerfi eru að þróast o.s.frv. Við þurfum samt að standa undir öldrun þjóðar og ýmsum öðrum verkefnum sem eru talin upp sem áskoranir nákvæmlega í greinargerð þessarar þingsályktunartillögu. Og bara hækkunin á útgjöldum sem spáð er samkvæmt þessari greinargerð til heilbrigðiskerfisins, úr 8% af vergri landsframleiðslu í 11% af vergri landsframleiðslu, dugar bara rétt svo fyrir þessu 1% í útgjöldum á ári, raunvexti útgjalda. Þá er allt hitt eftir, öldrun þjóðarinnar o.s.frv.