153. löggjafarþing — 39. fundur,  29. nóv. 2022.

veiðigjald.

490. mál
[17:54]
Horfa

Hanna Katrín Friðriksson (V):

Herra forseti. Við í Viðreisn ætlum ekki að setja okkur upp á móti því að hér sé kláruð lagasetning til að koma í veg fyrir að þessi óskapnaður verði verri og hafi verri áhrif á íslenskt samfélag en þegar er. Við munum hins vegar sitja hjá við atkvæðagreiðsluna, annars vegar vegna þess að við viljum sjá stærri og meiri breytingar og hins vegar vegna þess að við setjum auðvitað fyrirvara við það hvernig þetta mál kemur til kasta Alþingis, að við skulum fá hér örfáa daga til að afgreiða þetta viðamikla mál og erum þar með rænd möguleikanum á að ræða það í stærra samhengi. Þó þakka ég fyrir ráðuneytissvarið frá hv. þm. Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur. Ég hefði viljað fá pólitíska umræðu um þetta mál en sá tími er ekki til staðar. Við munum sitja hjá.