155. löggjafarþing — 4. fundur,  13. sept. 2024.

fjárlög 2025.

1. mál
[14:44]
Horfa

heilbrigðisráðherra (Willum Þór Þórsson) (F):

Hæstv. forseti. Ég ítreka þakkir til hv. þingmanns fyrir að taka þetta mál upp. Ég vildi kannski bara í seinna andsvari koma aðeins inn á þetta ferli sem er mörgum þungt, þegar ítrekað þarf að fara í meðferð. Á þeim tíma, þegar þetta fer að koma niður á öðru því sem fólk er að gera í sínu lífi, sinna vinnu og sinna heimili o.s.frv., þarf stuðning og við horfum áfram á það. Við tökum frumvarpið sem hv. þingmaður er hér að leggja fram og þá tillögu sem hún varpar hér fram inn í þá vinnu.