155. löggjafarþing — 4. fundur,  13. sept. 2024.

fjárlög 2025.

1. mál
[09:49]
Horfa

Eyjólfur Ármannsson (Flf):

Virðulegur forseti. Ég skal taka fram hvað ég er ekki að spyrja um. Ég er ekki að spyrja um hvað sveitarfélögin eru að gera. Ég er ekki að spyrja um hvað íþróttahreyfingin er að gera. Ég er ekki að spyrja um íþróttir almennt. Ég er eingöngu að spyrja um íþróttir eldri borgara, sem er á málefnasviði hæstv. ráðherra. Þar kemur fram að efla skuli almenningsíþróttastarf eins og eldriborgarastarf. Spurningin er þessi: Hvernig ætlar hæstv. ráðherra að vinna að þessu markmiði? Hversu mikla fjármuni ætlar hann að setja í þetta? Við erum í umræðum um fjárlögin, hversu margar milljónir, ef einhverjar, eiga að fara í íþróttastarf eldri borgara? Og hvernig á að deila þeim út til íþróttastarfs eldri borgara? Ekki til yngra fólks, ekki til miðaldra fólks heldur til eldri borgara, það er spurningin og ég vænti svars.