153. löggjafarþing — 40. fundur,  29. nóv. 2022.

fjáraukalög 2022.

409. mál
[21:52]
Horfa

Logi Einarsson (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Frú forseti. Við í Samfylkingunni – Jafnaðarflokki Íslands, fögnum því að meiri hluti fjárlaganefndar hafi fallist á kröfu minni hlutans um að hækka eingreiðslu til öryrkja fyrir jólin og jafnframt því að náðst hafi samstaða í nefndinni um að bregðast við ófremdarástandi í fangelsismálum. Hins vegar hörmum við það að ekki sé brugðist við fjárhagsvanda sveitarfélaga vegna vanfjármögnunar í málaflokki fatlaðra vegna yfirstandandi árs. Af þessum og fleiri sökum munum við ekki greiða atkvæði um fjáraukalögin.