149. löggjafarþing — 40. fundur,  3. des. 2018.

opið hús á Alþingi.

[15:11]
Horfa

Forseti (Steingrímur J. Sigfússon):

Forseta er sérstök ánægja að nefna áður en gengið er til dagskrár opið hús á Alþingi laugardaginn 1. desember sl. Það tókst einstaklega glæsilega til, bæði með aðsókn og þá sýningu sem hér var í húsinu þennan dag.

Ég vil nota tækifærið og þakka hv. þingmönnum fyrir þátttökuna í þeim atburði og hversu margir sáu sér fært að vera í húsinu og taka á móti gestum og spjalla við þá.

Um 2.700 manns komu í húsið 1. desember og allir gestir voru til sóma.

Ég vil enn fremur nota tækifærið til að þakka starfsmönnum Alþingis sem hér voru við gæslu og til að aðstoða við þann atburð í húsinu svo og þeim sem undirbjuggu húsið undir opnunina og settu upp sýningu og myndir

Það er gott fyrir okkur alþingismenn að vera með þeim hætti minntir á hve annt almenningi er um Alþingishúsið og þá gömlu stofnun sem við störfum öll fyrir. Ég endurtek þakkir mínar, dagurinn varð eins og best varð á kosið, ánægjulegur frá upphafi til enda.