154. löggjafarþing — 40. fundur,  29. nóv. 2023.

um fundarstjórn forseta.

[15:41]
Horfa

Logi Einarsson (Sf):

Herra forseti. Eins og sterklega má gera ráð fyrir þá er forseta kunnugt um að hann fundar einu sinni í viku að jafnaði með þingflokksformönnum til að skipuleggja þinghaldið. Ítrekað hafa komið beiðnir frá fulltrúum stjórnarandstöðunnar um það að mál komi nógu snemma inn í þingið til þess að það sé hægt að vanda vinnu við þau. Jafnframt höfum við kallað eftir því að fá að vita og heyra ef það eru einhver mál á leiðinni sem eru dagsetningarmál sem þarf að klára. Nú erum við að fá þetta risastóra mál, 56 blaðsíður, fjölmargar greinar, ofan í allt annað álag sem fylgir þessum tíma. Við þetta hlýt ég að gera athugasemd, herra forseti.