145. löggjafarþing — 41. fundur,  26. nóv. 2015.

staða Íslands í Schengen.

[10:52]
Horfa

innanríkisráðherra (Ólöf Nordal) (S):

Virðulegi forseti. Frumvarp til útlendingalaga barst innanríkisráðuneytinu nú á dögunum og það verður kynnt, og eins og hv. þingmaður benti réttilega á verður það tekið til meðferðar í ráðherranefnd um flóttamannamál sem mun væntanlega hittast innan tíðar og ræðir jafnframt náttúrlega í þeim málum öllum önnur atriði sem lúta að þeim viðkvæmu tímum sem nú eru, bæði í öryggismálum á Íslandi og víðar, hvernig löggjöf er að þróast í nágrannaríkjum o.s.frv. Allt þetta skiptir máli þegar við lítum til framtíðarskipulags allra þessara mála. Það mun því líta dagsins ljós þegar lengra líður.

Ég vil að lokum nefna að nokkuð er síðan ég áformaði að leggja fram skýrslu um öryggismál á Alþingi og ljóst er að sú skýrsla verður stöðugt brýnni. Ég held að það (Forseti hringir.) styttist verulega í að hún birtist og þá getum við átt miklu dýpri umræðu um þessi mál.