Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 41. fundur,  5. des. 2022.

þjónusta við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir.

532. mál
[22:38]
Horfa

Lenya Rún Taha Karim (P) (andsvar):

Frú forseti. Ég þakka hv. þm. Guðbrandi Einarssyni fyrir svarið. Það voru góðir punktar sem komu fram í þessu svari og ég get alveg tekið undir það sem hér kom fram. Ég er líka sammála því að vissu leyti — nei, ég ætla að koma með minn eigin punkt fyrst þetta er síðasta ræða mín hérna. Við erum alltaf að tala um skilvirkni og bætta stjórnsýsluhætti og eitthvað svoleiðis og kannski þurfum við bara að byrja á því að takast á við þessa óskilvirkni sem er stundum í stjórnsýslukerfinu. Við höfum heyrt það frá mjög mörgum sem eru fatlaðir varðandi þjónustuna sem er veitt að það þurfi að fara í gegnum svo mörg þrep og stig og ég veit ekki hvað og hvað. Þetta er eitthvað sem hefur líka verið til umræðu í velferðarnefnd sem ég og hv. þm. Guðbrandur Einarsson erum saman í, (Forseti hringir.) meira samráð við notendur og að auka skilvirkni innan stjórnsýslunnar.