153. löggjafarþing — 41. fundur,  5. des. 2022.

staða Sjúkratrygginga Íslands.

[15:31]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P):

Frú forseti. Ég ber einmitt gríðarlega virðingu fyrir forstjóra Sjúkratrygginga Íslands sem hefur ítrekað komið með mjög góðar umsagnir fyrir fjárlaganefnd og gert mjög skilmerkilega grein fyrir þeim umsögnum. Í þessu bréfi er talað um að lækkun rekstrarkostnaðar sé um 200 milljónir, 100 milljónir til viðbótar þýðir þá skerðingu um 100 milljónir. Það er ofan í þá stöðu sem við höfum verið með á borðinu síðan um mitt síðasta ár, þegar Kveikur upplýsti um þá stöðu, að Sjúkratryggingar hafa ekki bolmagn til þess að kostnaðargreina það sem hún er að semja um. Það gerir að verkum að samningsstaðan er mjög augljóslega ekki góð gagnvart sérfræðilæknum. Upplýsingarnar benda til þess að við séum að hella peningum á mjög rangan stað í heilbrigðiskerfinu og skiljum þá (Forseti hringir.) Landspítalann eftir, hann er að borga verktakagreiðslur í staðinn fyrir launagreiðslur.