Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 43. fundur,  8. des. 2022.

fjárlög 2023.

1. mál
[00:48]
Horfa

Lenya Rún Taha Karim (P) (um fundarstjórn):

Frú forseti. Nú hafa sex þingmenn komið hingað upp og talað bókstaflega um fundarstjórn forseta undir fundarstjórn forseta, aldrei þessu vant. Það er oft talað um að þingmenn séu ekki að nota þennan lið á réttum forsendum. Ég held að við séum öll einhuga um, bara út af gagnsæisrökum, að halda þessari umræðu áfram að degi til þar sem stjórnarliðar geta líka mætt og svarað okkur, farið í andsvör við okkur, því að það eru, eins og ég vék að hér áðan, mikil forréttindi að fá að taka til máls um fjárlög, hvað þá í 2. umr. Þannig að ég ætla bara að fá að taka undir með kollegum mínum hér sem hingað hafa komið. Nú erum við sex sem höfum komið hingað upp og beðið um svör, beðið forseta Alþingis um að koma hingað upp og segja okkur hvort þingfundi verður haldið áfram eða ekki.