Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 43. fundur,  8. des. 2022.

fjárlög 2023.

1. mál
[02:38]
Horfa

Lenya Rún Taha Karim (P) (um fundarstjórn):

Frú forseti. Forseti Alþingis segir að við verðum hér þangað til umræðan klárast. Flott. Þá tökum við umræðuna. Þetta er málefni sem við í Pírötum viljum ræða. Mér þykir virkilega miður að við getum ekki rætt það í dagsbirtu og með fullri þátttöku stjórnarliða og annarra meðlima fjárlaganefndar. En svona er þetta. Eins og ég segi, þetta er umræða sem Píratar vilja ekki bara taka heldur þurfa að taka, enda er okkur Pírötum mjög umhugað um gagnsæi og gott upplýsingaflæði til almennings. Þess vegna þykir mér verulega leiðinlegt að við séum að taka þessa umræðu hér klukkan 2:38 eftir miðnætti aðfaranótt fimmtudags þegar fólk getur ekki einu sinni fylgst með þessari umræðu heima hjá sér.

Eins og ég segi, þetta er ekki lítið mál. Við erum hér að ráðstafa skattfé almennings og þess vegna er mikilvægt að allir þingmenn fái að segja sitt hvað varðar þetta málefni og að fólk fái að fylgjast með og viti hvað er í gangi.