135. löggjafarþing — 43. fundur,  13. des. 2007.

fjárlög 2008.

1. mál
[13:00]
Hlusta

Álfheiður Ingadóttir (Vg):

Herra forseti. Sporin hræða. Sala ríkisins á 15% hlut sínum í Hitaveitu Suðurnesja leiddi til innrásar einkafjármagns og fjárfestingarsjóða í orkuauðlindir landsins. Svo mikil var sú ásókn að jafnvel hæstv. iðnaðarráðherra Össur Skarphéðinsson hefur talað um að reisa þurfi þeim leiðangri skorður með sérstakri lagasetningu.

Þrátt fyrir þær yfirlýsingar ráðherra er hér lagt til að 20% hlutur ríkisins í Hitaveitu Akraness og Borgarfjarðar verði seldur, m.a. hlutinn í vatnsmesta hver heims, Deildartunguhver, sem hv. þm. Jón Bjarnason nefndi áðan, en sá hver var tekinn eignarnámi fyrir nokkrum árum.

Þessa heimild til sölunnar viljum við vinstri græn fella brott. Ég segi já við þeirri tillögu.