Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 43. fundur,  7. des. 2022.

fjárlög 2023.

1. mál
[23:53]
Horfa

Lenya Rún Taha Karim (P) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Ég ætla að fá að taka undir með kollegum mínum í Pírötum sem hingað hafa komið upp, hv. þm. Birni Leví Gunnarssyni og hv. þm. Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur. Miðað við umræðuna sem hefur verið í gangi í dag og í gær þá eru þingmenn ekki að spara orðin þegar kemur að umræðu um fjárlög og þá sérstaklega í 2. umr. Það eru langar og miklar umræður eftir og nokkrir þingmenn eiga eftir að taka til máls og halda sína fyrstu ræðu um fjárlög. Þetta mun taka tíma og ég ætla bara að taka undir með þeim og segja að það ætti að fresta þingfundi af því það eru fleiri sem eiga eftir að halda aðra ræðu líka. Það er fyndið af því að í fyrra var ég líka hér við afgreiðslu, ég tók sæti á þingi við afgreiðslu fjárlaga og þá var fjárlagafrumvarpið samþykkt á svipuðum tíma og ég veit ekki hvort það eru venjubundin vinnubrögð Alþingis að samþykkja fjárlög rétt fyrir áramót en ég set spurningarmerki við það.