150. löggjafarþing — 46. fundur,  16. des. 2019.

fæðingar- og foreldraorlof.

393. mál
[19:24]
Horfa

Anna Kolbrún Árnadóttir (M) (um atkvæðagreiðslu):

Forseti. Við þingmenn Miðflokksins erum fylgjandi þessu máli og munum væntanlega samþykkja það. Við teljum það þó ekki ganga eins langt og við myndum vilja. Það á svo sem við um fleiri mál og af því að við erum í tímapressu er ljóst að við eigum að fjalla akkúrat um þetta mál á fundi velferðarnefndar á eftir. Eins og staðan er núna er ekki tekið tillit til einstæðra foreldra og mér finnst það miður en segi samt að þetta eigi að snúast um barnið og börnin þannig að við erum með þessu máli.