150. löggjafarþing — 46. fundur,  16. des. 2019.

fæðingar- og foreldraorlof.

393. mál
[19:24]
Horfa

Helga Vala Helgadóttir (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Að sjálfsögðu styðjum við lengra fæðingarorlof. Við viljum að fæðingarorlofið verði 12 mánuðir en ég kem hingað upp hreinlega til að lýsa yfir vonbrigðum með vinnubrögð ríkisstjórnarinnar sem skutlar þessu fyrirséða máli allt of seint inn til Alþingis þannig að hv. velferðarnefnd gat ekki unnið það með sómasamlegum hætti. Eins og kom fram hjá hv. þm. Önnu Kolbrúnu Árnadóttur er fundur á eftir í hv. velferðarnefnd þar sem mér skilst að meiri hlutinn ætli að kynna okkur enn eina breytingartillöguna við frumvarpið sem maður hefði haldið að væri tiltölulega einfalt, að lengja fæðingarorlofið og klára það með sóma, en þá tekst honum að búa til alveg ótrúlega mikla flækju á síðustu stigum.

Við greiðum að sjálfsögðu atkvæði með málinu en ég óska eftir betri vinnubrögðum frá ríkisstjórninni.