150. löggjafarþing — 46. fundur,  16. des. 2019.

vegalög.

471. mál
[21:15]
Horfa

Líneik Anna Sævarsdóttir (F) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Ég styð þetta frumvarp og ætlaði bara örstutt að gera grein fyrir því um hvað það fjallar. Það fjallar um svokallaða skilavegi sem eru 70 km af vegum sem lengi hefur staðið til að sveitarfélögin tækju við veghaldi á frá Vegagerðinni. Það hefur hins vegar ekki gengið eftir og þetta frumvarp heimilar Vegagerðinni að sjá um veghaldið næsta ár, tryggja þá að ástand veganna komist í viðunandi horf og ljúka samningum við sveitarfélögin um að þau taki vegina síðan í sína umsjá.