141. löggjafarþing — 48. fundur,  6. des. 2012.

fjárlög 2013.

1. mál
[11:20]
Horfa

Björn Valur Gíslason (Vg):

Virðulegi forseti. Mér finnst rétt að vekja athygli á því að í síðustu tveimur atkvæðagreiðslum hefur hluti þingsins lagst gegn tekjuöflun upp á 158 milljarða kr., þ.e. hefur viljað fella niður allan virðisaukaskatt í landinu og vörugjöld af innfluttum ökutækjum. [Hlátur í þingsal.]

Það er talsverð aðgerð af hálfu stjórnarandstæðinga og ég bíð glaður eftir því að fá einhverjar mótvægisaðgerðir gegn þessum aðgerðum við 3. umr. [Hlátur í þingsal.]