141. löggjafarþing — 48. fundur,  6. des. 2012.

fjárlög 2013.

1. mál
[14:29]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S):

Frú forseti. Við ræðum hér 84 milljarða kr. vexti. Samt vantar inn í þetta vegna þess að fjárlögin eru götótt, eins og ég hef margoft nefnt. Það vantar lausn á vanda Íbúðalánasjóðs, a.m.k. 13 milljarða, kannski 20, kannski 30. Á þá lausn þarf að borga vexti, þeir eru ekki komnir fram.

Það vantar inn í skuldbindingar vegna A-deildar LSR. Á þær skuldbindingar þarf að greiða vexti. Þeir eru ekki komnir fram. Hér eru fjárlög með risagötum, það vantar inn í þau og samt horfum við upp á þessa dapurlegu tölu, 84 milljarða.