141. löggjafarþing — 48. fundur,  6. des. 2012.

fjárlög 2013.

1. mál
[13:55]
Horfa

Kristján L. Möller (Sf):

Hæstv. forseti. Árið 2003 var raforkulögum breytt. Þá var sett inn tala sem átti að dekka niðurgreiðslu á húshitun á hinum köldu svæðum. Síðan þá hefur talan nánast staðið í stað. Það er í fyrsta skipti frá árinu 2003 sem inn kemur svona aukning eins og hér. 175 millj. kr. eru settar inn til að auka niðurgreiðslur á hitun íbúðarhúsnæðis á hinum köldu svæðum.

Nú sé ég miklu fleiri hvítar doppur á atkvæðatöflunni en áðan. Ég trúi því ekki fyrr en atkvæðagreiðslu er lokið að þingmenn Framsóknarflokksins t.d. ætli að telja þetta til svokallaðra gæluverkefna. Er það svo? Mér sýnist ýmsir þingmenn Framsóknarflokksins sitja hjá við þessa góðu tillögu. (Forseti hringir.) (Gripið fram í.) Ég nefni engin nöfn en ég horfi á hv. þm. Ásmund Einar Daðason svo ég nefni bara eitt dæmi, (Forseti hringir.) af því að ég hef ekki lengri tíma til að telja upp.