151. löggjafarþing — 48. fundur,  26. jan. 2021.

öflun og dreifing bóluefnis, munnleg skýrsla heilbrigðisráðherra. - Ein umræða.

[14:34]
Horfa

heilbrigðisráðherra (Svandís Svavarsdóttir) (Vg):

Herra forseti. Ég er sannfærð um að það var rétt ákvörðun að vera samferða Evrópu og ríkjum Evrópu í þessu efni. Það tryggir okkur jafnt aðgengi að bóluefnum eins og þeim ríkjum sem þar eru og það þarf enginn að efast um það að Ísland hefði staðið í allt annarri stöðu ef við hefðum þurft að semja sjálf í smáatriðum. En ég vil geta þess, af því að hv. þingmaður var að spyrja og óskaði eftir nákvæmari svörum, að ég get glatt hv. þingmann með því að við höfum gert samning við Janssen um 235.000 skammta, ef ég man rétt, þeir er alveg örugglega ríflega 230.000. Janssen er með þannig fyrirkomulag að það þarf bara eina sprautu og það er von á þessu bóluefni fyrr en var áður gert ráð fyrir, þ.e. á þriðja ársfjórðungi, við gerum ráð fyrir því fyrr. Við vitum að það á við alla lyfjaframleiðendur að þeir eru að reyna eins og þeir geta að herða á framleiðslu sinni og við munum njóta góðs af því eins og önnur ríki.