152. löggjafarþing — 49. fundur,  9. mars 2022.

um fundarstjórn.

[16:53]
Horfa

Gísli Rafn Ólafsson (P):

Frú forseti. Mig langar að byrja á því að taka undir tillögu hv. þm. Þórunnar Sveinbjarnardóttur um að hlé verði gert á fundum þingsins svo forsætisnefnd þingsins geti komið saman. Ég held að hér í salnum séu þrír meðlimir í þeirri nefnd og geti þar af leiðandi óskað eftir því að fundur verði haldinn því að það er algerlega fyrir neðan allar hellur hvernig málum er komið. Ef Vinstri grænir ætla að standa með fólki í minnihlutahópum, þar með talið flóttamönnum, þar með talið þeim sem sækja hér um ríkisborgararétt, þá þurfa þau að sýna það í verki en ekki bara í orði.