154. löggjafarþing — 49. fundur,  13. des. 2023.

fjáraukalög 2023.

481. mál
[16:51]
Horfa

Halla Signý Kristjánsdóttir (F) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Við erum hérna að fjalla um fjáraukalögin. Það er margt gott að finna í þessum tillögum en ég kem hingað sérstaklega upp til að fagna stuðningi upp á 2,1 milljarð til bænda. Hér eru stjórnvöld með víðtækum hætti að taka undir mikilvægi innlendrar matvælaframleiðslu og skjóta stoðum undir matvælaöryggi hér á landi. Við í Framsókn stöldrum ekki við bara hér, við þurfum að halda áfram að vinna að því að styrkja það umhverfi sem snýr að bændum. Það er öllum til heilla, bæði bændum, neytendum hér á landi og matvælaörygginu og allt það sem hægt er að gera til að byggja undir þessar forsendur er til hagsældar fyrir alla þjóðina.