135. löggjafarþing — 5. fundur,  9. okt. 2007.

4. fsp.

[14:01]
Hlusta

menntamálaráðherra (Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir) (S):

Herra forseti. Að sjálfsögðu var mér kunnugt um þennan gerning. Að sjálfsögðu veit ég líka að það var engin tilviljun heldur hugsuðu menn málið á sínum tíma. En síðan hefur margt breyst í áranna rás. Í ljósi húsnæðisvanda Listaháskóla Íslands, sem er á fjórum stöðum í borginni, tel ég afar mikilvægt og brýnt að Listaháskólinn komist undir eitt þak. Það er verið að vinna að því. Þannig er þessi forgangsröðun.

Við vitum líka að það er nýbúið að stofna Náttúruminjasafnið og það fer mikill tími í það og markviss vinna að móta framtíðarsýn og stefnu safnsins. Það var allan tímann ljóst við umræðuna á hinu háa Alþingi hvernig þetta yrði, að fyrst yrði farið í stefnumótun og síðan farið í samráð við sveitarfélögin og Reykjavíkurborg um staðarvalið, hugsanlega með tilliti til háskólasamfélagsins en líka annarra þátta.

Ég tel mikilvægt að koma Listaháskólanum undir eitt þak hið fyrsta og síðan beri að huga að framtíðarmálum og húsaskipan (Forseti hringir.) Náttúruminjasafns Íslands.