152. löggjafarþing — 5. fundur,  4. des. 2021.

fjárlög 2022.

1. mál
[13:35]
Horfa

Jóhann Páll Jóhannsson (Sf) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég biðst afsökunar á þessum „amatöraskap“ og lofa því að fara ekki fram yfir ræðutímann í þetta skiptið. Hv. þingmaður veltir fyrir sér kröfum um framleiðni í heilbrigðisþjónustu. Við viljum auðvitað ekki ná fram aukinni framleiðni í heilbrigðisþjónustunni með því að geyma fólk eða hjúkra fólki inni á salernum. En við hljótum að gera þá kröfu til ríkisstjórnar hverju sinni og stjórnarmeirihluta að sjá til þess að peningar séu nýttir vel, þjónusta sé veitt á réttu þjónustustigi og það ríki gott skipulag í heilbrigðiskerfinu og það sé einhver hemill hafður á t.d. einkaframtakinu innan heilbrigðisþjónustunnar, en líka að peningum sé bætt í kerfið og þjónusta aukin og bætt og séð til þess að mönnunarvandinn sé leystur.