139. löggjafarþing — 50. fundur,  16. des. 2010.

fjárlög 2011.

1. mál
[11:55]
Horfa

Vigdís Hauksdóttir (F):

Virðulegi forseti. Við erum hér að greiða atkvæði um mjög framsýnar tillögur fulltrúa Framsóknarflokksins í fjárlaganefnd, hv. þm. Höskuldar Þórhallssonar. Þarna er lagt til að lögreglan víðs vegar um landið fái bætur á fjármagni og lagt er til að það verði 500 millj. kr. sem gefið verður í. Ekki veitir af því að eins og ég hef sagt áður er það lögreglan sem skiptir máli og er hornsteinn samfélagsins. Starfsemi lögreglunnar verður að tryggja. Ég skora á þingmenn að samþykkja þessa tillögu.