138. löggjafarþing — 53. fundur,  19. des. 2009.

umhverfis- og auðlindaskattur.

257. mál
[11:05]
Horfa

Einar K. Guðfinnsson (S):

Virðulegi forseti. Með samþykkt þessa frumvarps mun vöruverð á landsbyggðinni sérstaklega hækka. Það bitnar harðast þar sem orkukostnaður er hæstur fyrir. Það skerðir samkeppnisstöðu útflutningsgreina, svo sem sjávarútvegs, það hækkar eldsneytiskostnað venjulegs fjölskyldubíls, það skemmir fyrir nýsköpun. Þessu máli er dembt inn undirbúningslítið. Ég segi því nei.