138. löggjafarþing — 53. fundur,  19. des. 2009.

umhverfis- og auðlindaskattur.

257. mál
[11:09]
Horfa

Tryggvi Þór Herbertsson (S):

Virðulegi forseti. Hér er verið að leggja til lög sem eru sögð fela í sér skatta sem eru umhverfinu og auðlindunum í vil. Það er ekki rétt. Þessi skattur er úlfur í sauðargæru. Þetta hefur ekkert að gera með auðlindaskatta. Þetta eru einfaldir neysluskattar sem hafa ekkert með auðlindirnar að gera. (Gripið fram í: Rétt.) Það er í raun skammarlegt að flokkur sem kennir sig við umhverfisvernd skuli standa að því að blekkja fylgismenn sína og almenning á þennan hátt. (Gripið fram í: Þetta er hneyksli.) [Hlátur í þingsal.] (Forseti hringir.) Þetta eru neysluskattar og hafa ekkert með auðlindir að gera.