Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 54. fundur,  24. jan. 2023.

frumvarp um útlendinga.

[14:20]
Horfa

Forseti (Birgir Ármannsson):

Forseti vill geta þess að 2. umr. um þetta frumvarp er svo til nýhafin og þingmál geta tekið breytingum í meðförum þingsins allt til loka, allt til atkvæðagreiðslu að lokinni 3. umr. Ef forseti skilur það rétt þá getur verið að málið komi inn í hv. allsherjar- og menntamálanefnd milli 2. og 3. umr. og mun væntanlega taka tillit til þeirrar umræðu sem átt hefur sér stað við 2. umr. En forseti telur ekki tilefni til þess að bíða með framhald 2. umr., svo það sé sagt.